Category Archives: Fróðleikur

Healing Hands

Hendur ljóssins heilunarnámskeið í apríl!

HENDUR LJÓSSINS HEILUNARNÁMSKEIÐ

fimmtudagskvöldið 27. apríl og helgina 29.-30. apríl.

dreamstime_l_50413582

Fimmtudaginn 27. apríl kl 19.30-22.00 flyt ég fyrirlesturinn “Hulinsheimar Orksusviðsins” fyrir þáttakendur(Athugið að þeir sem taka ekki þátt í námskeiðinu geta líka skráð sig eingöngu á fyrirlesturinn.)  Upplýsingar á fyrirlestrinum eru mjög mikilvægar fyrir þáttakendur námskeiðsins svo mæting á hann er nauðsynleg.

Laugardagurinn 29. apríl:  kl 9-17 (til kl 18 fyrir þá sem vilja heyra meira um skólann Barböru Brennan School of Healing)
Sunnudagurinn 30. apríl:  kl 10-17.  

Námskeiðið samanstendur af eftirfarandi:

Farið verður í ýmsar orkuæfingar m.a. meðvitund um manns eigin “kjarnakraft,” Tan tien jarðtengingu, öndun með litum, og æfingar sem virkja eigin hreyfiskynjun á orku til heilunar.  Allar þessar æfingar auka meðvitund um manns eigið orkukerfi og ástand þess.  Einnig verður farið í æfingar til að auka við eigin “háskynjun” sem getur komið manni mjög til góða í lífsins vegferð.

Fluttir verða tveir stuttir fyrirlestrar um helgina, annarsvegar um grunnheilunaraðferðina “Chelation” (orkujöfnun) og hinsvegar um “háskynjun.”  Kenndar verða verklegar leiðbeiningar fyrir þessa grunnheilun ásamt virkjun eigin orkustöðva til heilunar.  Síðan vinna tveir og tveir saman undir leiðsögn við að framkvæma (og þiggja) heilanir báða dagana.

Auk þessa verður leidd hugleiðsla og farið yfir tækni til sjálfsheilunar.                                                                     

Heilun

Námskeiðið kostar 25.000 kr fyrir báða dagana auk fyrirlestursins á fimmtudeginum.  Þeir sem geta komið með eigin nuddbekk á námskeiðið fá 10% afslátt.  Fyrirlesturinn fim. 27. apríl eingöngu kostar 2.500kr.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt endilega láttu mig vita með tölvupósti sem allra fyrst þar sem pláss eru takmörkuð.   Netfangið er: johanna@heilunjohannajonas.is. Ég mun þá senda um hæl skráningareyðublöð sem skólinn fer fram á að séu útfyllt af þeim sem vilja taka þátt í Hendur ljóssins námskeiði.  Þar er beðið m.a. um upplýsingar um heilsu og ástand viðkomandi; þokkalega gott andlegt og líkamlegt jafnvægi er nauðsynlegt fyrir orku & heilunarvinnu af því tagi sem kynnt er á námskeiðinu.  (Vil taka fram að þetta námskeið er eftir ákveðnum stöðlum Barböru Brennan School of Healing og hef ég öðlast réttindi frá skólanum eftir mitt 6 ára nám þar til að kenna það. Auk þess er ég þetta árið þar í kennaraþjálfun.)

Námskeiðsgjaldið 25.000 kr greiðist við skráningu.

Ef þig langar að láta einhvern nákominn þér sem kynni að hafa áhuga á svona námskeiði vita af því, þá endilega áframsendu þessar vefsíðu upplýsingar á viðkomandi :).

Hér fyrir neðan er að finna nokkrar umsagnir um þetta sama námskeið sem ég var með í fyrra:

“Hjartans þakkir fyrir kyngimagnað Barbara Brennan – námskeið sem Jóhanna Jónas leiðir af djúpri þekkingu, kærleika og visku og einstöku næmi og virðingu fyrir anda og efni. Þetta er praktískt námskeið sem leiðir þó inn á mystískar lendur. Það var einstaklega gott að vinna svona mikið með sterka jarðtenginu og hið mikla traust sem henni fylgir sem gerði þetta eðalnámskeið alveg kristaltært.” Harpa Arnardóttir

“Frábært námskeið sem dýpkaði skynjun mína á heilun.  Jóhanna er frábær kennari. Takk fyrir mig.” Edda Ólína Sigríður Jónsdóttir

“Skemmtilegt, vel undirbúið, áhugavert efni, notaleg aðstaða, ógleymanleg helgi.” Arndís Ásta Gestsdóttir

Það gleður mig líka að láta vita af því að Barbara Brennan School of Healing mun opna útibú af skólanum í Oxford, Englandi í september næstkomandi, þar sem hægt er að taka þetta 4 ára heilunarnám auk 2 ára framhaldsnáms :)!

Hlakka til að heyra frá ykkur sem hafið áhuga,

með kærleika og ljósi til allra <3.

Jóhanna Jónas,        UM MIG Jóhanna Jónas

Brennan heilari og meðferðaraðili í Heildrænni samtalsmeðferð

lotus-healing-arts

HOL_IHD_Logo_RGB_Web_664px

Alþjóðlegur Brennan heilunardagur

BRENNAN HEILUN Á ÍSLANDI

HOL_IHD_Logo_RGB_Web_664px

         SUNNUDAGURINN 15 FEBRÚAR,

    ER ALÞJÓÐLEGUR BRENNAN HEILUNARDAGUR.

 OPIÐ HÚS FRÁ 13-16 Í RÓSINNI, BOLHOLTI 4, 4. HÆÐ

 FYRIRLESTUR UM BRENNAN HEILUN KL 13:30.

Aðgangur ókeypis. Veitingar í boði.

    

HVAÐ ER BRENNAN HEILUN?

     NÁM BRENNAN HEILARA (í Barbara Brennan School of Healing)

     HVAÐ ER “ORKUSVIД OG “ORKUVITUND”?

     ER HÆGT AÐ STÝRA EIGIN ORKU?

     HVAÐ GERIST Í HEILUNARTÍMA?

         FYRIRLESARAR ERU BRENNAN HEILARAR Á ÍSLANDI.

brennan mynd

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR :)!

 

Happiness

Jákvæð sálfræði

Frábær, fyndinn, fróðlegur og upplyftandi fyrirlestur um jákvæða sálfræði.  Verðlaunaður Harvard sálfræðingur á ferð og aðeins um 12 mín :)! 

Hugarfarið getur borið mann hálfa leið ef ekki alla og maður hefur valið frá augnabliki til augnabliks…

Til að sjá meira um þennan sálfræðing þá er hér linkur yfir á TED Talk þar sem hægt er að skoða meir.

http://www.ted.com/talks/shawn_achor_the_happy_secret_to_better_work.html

gratitude

ÞAKKLÆTI

gönguferð útskrift        

ÞAKKLÆTI er það sem ég reyni að grundvalla líf mitt á.  Eins og Eckhart Tolle hefur sagt:

„Ef hin eina bæn sem þú segðir í þínu lífi væri „takk fyrir,“ þá myndi það nægja.“

Það að þakka fyrir færir manni vellíðan og gleði.  Það færir mann umsvifalaust í „núið“, hið núverandi augnablik, þegar þakkað er fyrir það sem er fyrir hendi.  Það opnar hjartað og laðar að allt það allra besta.

Ég reyni að byrja flesta daga á því að þakka fyrir það sem er.  Ég þakka fyrir góðan svefn, gott rúm, mitt fallega heimili, mína frábæru sturtu þegar ég finn vatnið leika um mig, fyrir þann góða mat sem ég fæ mér í morgunnmat, hvað hann bragðast vel, fyrir þennan banana sem er fyrir undur og stórmerki kominn alla leið á borðið mitt :); þakka fyrir það góða sem í mér býr, fyrir mína hæfileika og dugnað, fyrir mína fjölskyldu og vini, vinnuna mína o.s.frv., o.s.frv….  Stundum fer ég algerlega á flug og enda með því að líða alveg óendanlega vel, hjartað fyllist af gleði og ég fer syngjandi inn í daginn!

Svo þakka ég líka fyrirfram fyrir allt hið góða sem kemur til mín þann daginn og yfir daginn sjálfan þakka ég oft fyrir í huganum fyrir það sem er gott í kring um mig. 

Ég finn að ef dagurinn er erfiður þá verður hann auðveldari ef ég einblíni á að þakka fyrir það sem er gott þá stundina.  Það einfaldlega léttist lundin örlítið og allt lítur aðeins betur út. Og þegar dagurinn er góður og ég einblíni á að þakka fyrir þá verður hann stórkostlegur!

– Til að opna hjartað og láta þér líða vel, þakkaðu fyrir.

– Til að laða meiri nægtir inn í þitt líf, þakkaðu fyrir það sem þú hefur.

– Til að lifa meira í núinu, þakkaðu fyrir það sem er þar í augnablikinu.

– Til að fyllast af gleði yfir undrum heimsins sem eru beint fyrir framan þig, þakkaðu fyrir.

– Til að auka þinn eigin kraft, styrk, orku,heilbrigði og sjálfsheilunarmátt, þakkaðu fyrir.

– OG ekki gleyma að þakka fyrir sjálfan þig og allt það magnaða sem þú ert!

Hér fyrir neðan eru tvö vídeó með Opruh Winfrey þar sem talað er um mátt þakklætisins.  Njótið vel!